201 SMÁRI er þróunarverkefni á óbyggðu svæði sunnan við Smáralind í Kópavogi. Gert er ráð fyrir að byggja um 84.000 fermetra af íbúðar- og þjónustuhúsnæði, þar af 675 íbúðir auk bílastæða í bílakjöllurum. Verið er að móta nýtt miðsvæði í Kópavogi sem býr yfir þeim kosti að öll þjónusta er í næsta nágrenni, s.s. verslanir, heilsugæsla, afþreying, veitingastaðir, skólar og íþróttaaðstaða, en jafnframt er gott aðgengi að stofnbrautum.
Deiliskipulag liggur fyrir, framkvæmdum er lokið á hluta svæðisins og unnið er að hönnun og uppbyggingu síðari áfanga. Markmiðið með verkefninu er að reisa áhugaverða og fallega byggð sem verður eftirsóknarverður búsetukostur fyrir alla aldurshópa. Sérstök áhersla verður lögð á vistvænar lausnir, gott aðgengi og tengingar við aðliggjandi svæði, opin græn svæði, fjölbreytt íbúðarform og aðlaðandi yfirbragð byggðarinnar.
Verkefninu er stýrt af Klasa sem er jafnframt eigandi ásamt fleiri fjárfestum.
Sjá nánar á: www.201.is