KLAsi er Þekkingarfyrirtæki í þróun fasteigna

Félagið stýrir þróun, hönnun og uppbyggingu fasteignaverkefna ásamt því að vinna að þróun nýrra byggða á skipulags- og framkvæmdastigi.

Verkin

2021

-

2023

73 ríkulega búnar útsýnisíbúðir

Í Silfursmára 2 eru fjölbreyttar íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum þannig að allir geti fundið íbúð við sitt hæfi og smekk. Íbúðirnar eru ríkulega búnar, loftræstingin vélræn, allar innréttingar vandaðar og með steinplötum, heimilistækin öll frá Siemens og sér

2014

-

2023

Nútímaborgarhverfi með snjöllum lausnum

Klasi hefur unnið að skipulagi, þróun, framkvæmdum og sölu íbúða í nýju hverfi sunnan Smáralindar í Kópavogi þar sem reisa á 675 íbúðir ásamt verslunarhúsnæði. Áhersla er á að byggja nútímalegt og fallegt borgarhverfi sem verður eftirsóknarverður búsetukostur.

2006

-

2028

Þróun í hásæti höfuðborgar

Umbreyting á núverandi iðnaðarsvæði við Elliðaárvog í Reykjavík. Nýtt skipulag gerir ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Klasi hefur unnið að þróun svæðisins frá árinu 2006 og stefnir að því að hefja framkvæmdir á árinu 2022.

2022

-

2025

Atvinnulóð í Molduhrauni í Garðabæ

Um 15 þúsund m2 lóð með samþykktu deiliskipulagi fyrir atvinnuhúsnæði. Heimilt byggingamagn er 12.000 m2. Góð staðsetning með tilliti til stofnbrauta. Mikil atvinnustarfsemi í hverfinu og er eina óbyggða lóðin.

2022

-

2026

Atvinnulóð í Reykjavík

Atvinnulóð í Reykjavík. Um 14 þ.m2 lóð með samþykktu deiliskipulagi sem atvinnuhúsnæði. Heimilt byggingamagn er um 15.500 m2 með kjallara, auk bílakjallara.

2022

-

2023

Deiliskipulag

Lóð á miðsvæði við Snorrabraut. Lóðin stendur á horni Egilsgötu og Snorrabrautar, í mikilli nálægð við uppbyggingu Landspítala og við Domus Medica á næstu lóð við. Vinna þarf deiliskipulag fyrir lóðina samkvæmt samkomulagi við Reykjavíkurborg.

2022

-

2027

Verslun og þjónusta

Verslunar- og þjónustulóð með íbúðum við Suðurlandsbraut. Lóð er við Borgarlínu sem fer um Suðurlandsbraut og í útjaðri þróunarsvæðis í Skeifunni. Vinna þarf nýtt deiliskipulag fyrir lóðina skv. samkomulagi við Reykjavíkurborg.

2022

-

2026

Atvinnulóðir með íbúðum við Smáralind

Atvinnulóðir með íbúðum við Smáralind. Vel staðsettar lóðir við hlið Smáralindar sem bjóða upp á mikla möguleika. Skipulag liggur fyrir, heimilt að byggja verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ásamt íbúðum að hluta. Gert er ráð fyrir bílakjallara undir byggingum.

2022

-

2027

Sjálfbærar lausnir - minna kolefnisspor

Umhverfisvæn bygging með lausnir á sviði sjálfbærni , umhverfisgæða og minna kolefnisspori. Hluti af verkefninu C40 Re-Inventing Cities í Reykjavík.

2022

-

2028

Þróun miðsvæðis í norður Mjódd

Þróunarsvæði við borgarlínu nálægt stofnbraut og þungamiðju höfuðborgarsvæðis. Gefur mörg tækifæri til umbreytingar svæðisins. Fjölbreyttir innviðir eru til staðar ásamt tengingu við útivistarsvæði Elliðaárdalsins.

2022

-

2025

Atvinnulóðir á Völlunum í Hafnarfirði

Stærð lóða er um 5.000 m2 og heimil nýting lóða er 2,0. Lóðir eru á miðsvæði og eru skipulagðar fyrir atvinnustarfsemi.

2006

-

2017

Þróun nýs miðbæjar í Garðabæ.

Samstarf við bæjaryfirvöld um að efla og endurskipuleggja miðbæ Garðabæjar. Deiliskipulag, þróun og hönnun bygginga frá árinu 2005 til ársins 2017.

2007

-

2008

Verslunarmiðstöð í hjarta Garðabæjar

Verslunarmiðstöð við Litlatún í hjarta Garðabæjar. Samstarfsaðilar verksins voru THG Arkitektar, Engle Architects og Ístak.

2016

-

2018

Verslunar- og íbúðarhúsnæði

Verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt 12 íbúðum.

2006

-

2008

Aðgengileg öllum eldri íbúum Reykjanesbæjar

Klasi vinnur deiliskipulag fyrir Nesvelli ásamt því að reisa þjónustumiðstöð og öryggisíbúðir fyrir eldri borgara á Nesvöllum í Reykjanesbæ.

2007

-

2018

Umhverfisvænar íbúðir í Reykjanesbæ

Klasi skipuleggur íbúðarhverfi á Nesvöllum í Reykjanesbæ fyrir 200 íbúðir. Íbúðir byggðar og seldar ásamt byggingarrétti.

2004

-

2006

Höfuðstöðvar Morgunblaðsins

Nýjar höfuðstöðvar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, voru reistar að Hádegismóum 2. Samstarfsaðilar verksins voru ÍAV, THG Arkitektar og VSÓ ráðgjöf.

2008

-

2016

Fasteignaþróun í Reykjanesbæ

Rekstrarumsjón og eignastýring fyrir hönd Ásabyggðar ehf., en tilgangur þess var að koma fasteignum sem áður tilheyrðu varnarliðssvæðinu á Miðnesheiði í almenna notkun. Framtíðarsýnin í rammaskipulagi fyrir Ásbrú er uppbygging á vistvænu þekkingarsamfélagi.

2005

-

2006

Skipulagsverðlaunin 2006

Klasi tekur þátt í samkeppni um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss við Austurhöfn í Reykjavík. Gert deiliskipulag ásamt hönnun og skipulag nærliggjandi húsa og viðskiptaáætlana.

2013

-

2017

Fjölbýlishús í miðborg Reykjavíkur

Samstarfsverkefni um byggingu þriggja fjölbýlishúsa við Mánatún í Reykjavík. Klasi sá um rekstur félags, hönnunar- og framkvæmdastýringu ásamt því að byggja íbúðir og selja byggingarrétt.

2014

-

2017

Fjölbýlishús á Seltjarnarnesi

Klasi sér um hönnunar- og verkefnastjórn við nýbyggingu við Hrólfsskálamel.

Markmið félagsins er að þróa vistvænar, hagkvæmar lausnir fyrir borg og byggð. Stolt til framtíðar.

Scroll to Top