Nýbýlavegur 1
Lóð í skipulagsferli
Klasi er eigandi tæplega 3.900 fm lóðar við Nýbýlaveg 1 í Kópavogi. Skipulagsráð Kópavogs samþykkti í desember 2024 að hafin yrði vinna við gerð breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir lóðina.
Markmið Klasa við deiliskipulagsbreytinguna er að ljúka uppbyggingu íbúða í Lundi með framboði íbúða fyrir alla aldurs- og samfélagshópa í nálægð við fjölbreytta þjónustu og góð útivistarsvæði. Þannig má nýta sem best alla þá innviði sem fyrir eru í nærumhverfi Nýbýlavegar s.s. leik- og grunnskóla, stíga- og gatnakerfi og fjölbreytta verslun og þjónustu. Auk þess verður lögð áhersla á gæði í byggðu umhverfi; byggðarmynstur og staðaranda, göngufjarlægðir, rými milli bygginga, skjól, hönnun og arkitektúr.