Klasi er þekkingarfyrirtæki í þróun, stýringu og rekstri fasteigna. Starfsemi Klasa byggir á mikilli reynslu úr fjölda verkefna síðasta áratuginn, en saga félagsins hófst árið 2004.
KLAsi er Þekkingarfyrirtæki
í þróun fasteigna
Félagið stýrir þróun, hönnun og uppbyggingu fasteignaverkefna ásamt því að vinna að þróun nýrra byggða á skipulags- og framkvæmdastigi.
Klasi hefur unnið að skipulagi, þróun, framkvæmdum og sölu íbúða í nýju hverfi sunnan Smáralindar í Kópavogi þar sem reisa á 675 íbúðir ásamt verslunarhúsnæði. Áhersla er á að byggja nútímalegt og fallegt borgarhverfi sem verður eftirsóknarverður búsetukostur.
Umbreyting á núverandi iðnaðarsvæði við Elliðaárvog í Reykjavík. Nýtt skipulag gerir ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Klasi hefur unnið að þróun svæðisins frá árinu 2006 og stefnir að því að hefja framkvæmdir á árinu 2022.
Rekstrarumsjón og eignastýring fyrir hönd Ásabyggðar ehf., en tilgangur þess var að koma fasteignum sem áður tilheyrðu varnarliðssvæðinu á Miðnesheiði í almenna notkun. Framtíðarsýnin í rammaskipulagi fyrir Ásbrú er uppbygging á vistvænu þekkingarsamfélagi.
Klasi tekur þátt í samkeppni um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss við Austurhöfn í Reykjavík. Gert deiliskipulag ásamt hönnun og skipulag nærliggjandi húsa og viðskiptaáætlana.