STÖÐUG
ÞRÓUN

KLASI ER ÞEKKINGARFYRIRTÆKI
Í ÞRÓUN FASTEIGNA

Félagið stýrir þróun, hönnun og uppbyggingu fasteignaverkefna ásamt því að vinna að þróun nýrra byggða á skipulags- og framkvæmdastigi.

HUGMYND
OG GREINING

Allt hefst með góðri hugmynd og greiningu á þörfum viðskiptavina.

ÞRÓUN OG
SKIPULAG

Samstarf við opinbera aðila um þróun nýrra byggða í takt við nýja tíma.

HÖNNUN
 

Metnaðarfull hönnun sem unnið hefur til verðlauna.

FRAMKVÆMDIR

Vönduð verkefnastýring og gæðaferlar tryggja farsælar framkvæmdir.

MARKAÐSSETNING

Markaðssetning og sala til fjárfesta, félaga og einstaklinga.

LÍFSGÆÐI

Þróun borgarumhverfis með jákvæðu samtali við íbúa stuðlar að betri lífsgæðum.

VERKIN

Útlit
Ártúnshöfði – C40
2022-2027
Umhverfisvæn bygging með lausnir á sviði sjálfbærni , umhverfisgæða og minna kolefnisspori. Hluti af verkefninu C40 Re-Inventing Cities í Reykjavík.
Borgarhöfði
2006-2028
Þróun í hásæti höfuðborgar
Umbreyting á núverandi iðnaðarsvæði við Elliðaárvog í Reykjavík. Nýtt skipulag gerir ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Klasi hefur unnið að þróun svæðisins frá árinu 2006 og stefnir að því að hefja framkvæmdir á árinu 2022.
201 Smári
2014 - 2025
Nútímaborgarhverfi með snjöllum lausnum
Klasi hefur unnið að skipulagi, þróun, framkvæmdum og sölu íbúða í nýju hverfi sunnan Smáralindar í Kópavogi þar sem reisa á 675 íbúðir ásamt verslunarhúsnæði. Áhersla er á að byggja nútímalegt og fallegt borgarhverfi sem verður eftirsóknarverður búsetukostur.
Silfursmári 12
2022 - 2025
Skrifstofu- og verslunarhúsnæði
Atvinnulóð miðsvæðis í Kópavogi. Breyting á deiliskipulagi og hönnun liggur fyrir. Aðkoma að húsi frá Hæðarsmára. Hönnun húsnæðis unnin af Batteríinu og lóðahönnun af Pétri Jónssyni landslagsarkitekt. Lóð: 2.650 m2. Hús án bílakjallara: 2.400 m2.
Mjódd
2022 - 2028
Þróun miðsvæðis í norður Mjódd
Þróunarsvæði við borgarlínu nálægt stofnbraut og þungamiðju höfuðborgarsvæðis. Gefur mörg tækifæri til umbreytingar svæðisins. Fjölbreyttir innviðir eru til staðar ásamt tengingu við útivistarsvæði Elliðaárdalsins.
Silfursmári 1-7
2022 - 2026
Atvinnulóð með íbúðum við Smáralind
Atvinnulóð með íbúðum við Smáralind. Vel staðsett lóð við hlið Smáralindar sem býður upp á mikla möguleika. Skipulag liggur fyrir en unnið er að endurskoðun deiliskipulags.
Álfheimar 49
2022 - 2027
Verslun og þjónusta
Verslunar- og þjónustulóð með íbúðum við Suðurlandsbraut. Lóð er við Borgarlínu sem fer um Suðurlandsbraut og í útjaðri þróunarsvæðis í Skeifunni. Vinna þarf nýtt deiliskipulag fyrir lóðina skv. samkomulagi við Reykjavíkurborg.
Tjarnarvellir 5 & 9
2022 - 2025
Atvinnulóðir á Völlunum í Hafnarfirði
Stærð lóða er um 5.000 m2 og heimil nýting lóða er 2,0. Lóðir eru á miðsvæði og eru skipulagðar fyrir atvinnustarfsemi.
Öll verkin

Markmið félagsins er að þróa
vistvænar, hagkvæmar lausnir fyrir borg
og byggð. Stolt til framtíðar.