UM KLASA
Stefna félagsins er að vera leiðandi á sviði fasteignaþróunar á Íslandi og fyrsti kostur aðila þegar leitað er eftir samstarfi.
Í öllum sínum verkum hefur Klasi markmið um að:
Gæta að hagkvæmni bæði í rekstri og uppbyggingu verkefna.
Gæta ávallt að hag viðskiptavina og útfæra lausnir sem stuðla að velgengni þeirra.
Stuðla að jákvæðri þróun borgarumhverfis og bættum lífsgæðum íbúa.
Hafa opin og uppbyggileg samskipti við alla hagsmunaaðila.
Félagið var stofnað í maí 2004. Frá upphafi hefur félagið verið leiðandi á sviði fasteignareksturs og fasteignaþróunar á Íslandi. Á þessum 20 árum hefur Klasi unnið að fjölmörgum verkefnum, hvort sem um er að ræða eigin verkefni eða verkefni fyrir ótengda aðila bæði innanlands og erlendis.
STARFSMENN

Ingvi Jónasson
Framkvæmdastjóri
Framkvæmdastjóri Klasa frá 2007. Fjármálastjóri frá 2004-2007.
M.Sc. í fjármálum frá Syddansk University.
B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Sindri Már Kolbeinsson
Fjármálastjóri
Fjármálastjóri Klasa frá 2018. Starfaði áður við ráðgjöf og greiningu hjá Credit Suisse, PwC og Citibank í Zürich, Sviss.
M.Sc. í fjármálaverkfræði frá ETH í Zürich.
B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Hildur Eggertsdóttir
Skrifstofustjóri
Sala, þjónusta og skrifstofa hjá Klasa frá 2018. Um 30 ára reynsla í þjónustu, sölu og stjórnun, lengst af hjá Íslandsbanka.
B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Jón Þór Daníelsson
Verkefnastjóri
Verkefnastjóri hjá Klasa frá 2016.
Hefur starfað við verklegar framkvæmdir, bæði sem fulltrúi verkkaupa og verktaka.
CS-próf í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Kristján Andrésson
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Verkefnastjóri hjá Klasa frá 2018. Um 20 ára reynsla af hönnun og verkefnisstýringu mannvirkja. Starfaði áður hjá Verkís við hönnun og verkefnisstjórn stærri mannvirkja.
M.Sc. í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Páll Kjartansson
Verkefnastjóri
Verkefnastjóri hjá Klasa frá 2021. Um 20 ára reynsla af hönnun og verkefnastýringu mannvirkja. Starfaði áður hjá Mannverk ehf. og Sveinbirni Sigurðssyni hf. við hönnun og verkefnastýringu.
B.Sc. í byggingartæknifræði frá Tækniskóla Íslands

Andri Geir Jónasson
Verkstjóri byggingarframkvæmda
Verkstjóri hjá Klasa frá 2022. Um 20 ára reynsla af störfum við verklegar framkvæmdir og mannvirkjagerð.
Löggiltur Húsasmíðameistari.
Diploma í Rekstrarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Sólveig H. Jóhannsdóttir
Verkefnastjóri
Verkefnastjóri hjá Klasa frá 2022. Tíu ára reynsla af fjölbreyttum skipulags- og samráðsverkefnum hjá sveitarfélögum.
M.Sc. í skipulagsfræði frá LbhÍ.
B.Sc í umhverfisskipulagi frá LbhÍ.

Hanna Birna Björnsdóttir
Bókhald og uppgjör
Bókhald og uppgjör hjá Klasa frá 2023. Um 25 ára reynsla af bókhaldi og fjármálastjórn.
Cand. Oecon í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands

Kristjana Ósk Jónsdóttir
Verkefnastjóri
Verkefnastjóri hjá Klasa frá 2025. Um 15 ára reynsla af fjölbreyttum verkefnum tengdum þróun, rekstri og fjárfestingu í atvinnuhúsnæði ásamt kynningarmálum því tengdu.
M.Sc. í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.
B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
STJÓRN KLASA
Benedikt Olgeirsson
Finnur Oddsson – Stjórnarformaður
Finnur R. Stefánsson
Halldór B. Þorbergsson
Tómas Kristjánsson
Þorvaldur Þorláksson
EIGNARHALD
Hagar hf.
KLS Eignarhaldsfélag ehf.
Heimar hf.