Frá árinu 2008 til ársins 2016 sá Klasi um rekstur og stýringu eigna Ásabyggðar ehf. ásamt því að vera hluthafi í verkefninu. Ásabyggð er fasteignaþróunarfélag stofnað í þeim tilgangi að koma eldri eignum, sem áður tilheyrðu varnarliðssvæðinu í Keflavík, í almenna notkun og þróa og móta framtíðarbyggð. Alls átti félagið yfir 700 íbúðir sem allar voru í leigu. Í lok árs 2016 keyptu Heimavellir allt hlutafé Ásabyggðar og tóku yfir rekstur félagsins.
Á árinu 2009 var kynnt nýtt rammaskipulag fyrir Ásbrú í Reykjanesbæ. Var það unnið af Klasa í samvinnu við Engle Architects fyrir Reykjanesbæ, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) og Háskólavelli. Þar er sett fram ný framtíðarsýn fyrir vistvænt þekkingarsamfélag á Miðnesheiði.