Nesvellir – þjónustumiðstöð

Aðgengileg öllum eldri íbúum Reykjanesbæjar

270
íbúðir
2.340
fermetrar

Nesvellir luku byggingu glæsilegrar þjónustumiðstöðvar árið 2008. Húsið er að mestu leigt til Reykjanesbæjar, en auk þess eru nokkrir minni rekstraraðilar með starfsemi í húsinu.

Þjónustumiðstöðin er hjarta Nesvalla. Á Nesvallasvæðinu er einnig hjúkrunarheimili, öryggisíbúðir og almennar íbúðir fyrir 65 ára og eldri. Klasi þróaði einnig svæði fyrir byggingu almennra íbúða að Nesvöllum.

Aðstaðan á Nesvöllum er fyrsta flokks og aðgengileg öllum. Allir eldri íbúar Reykjanesbæjar geta sótt þangað þjónustu, samveru og skemmtun.

Hluti af félagsþjónustu Reykjanesbæjar er til húsa í þjónustumiðstöðinni og stór hluti þess tómstundastarfs aldraðra sem er á vegum bæjarfélagsins fer fram í glæsilegum húsakynnum Nesvalla. Þar er einnig dagdvöl aldraðra við góðan kost.

Stór og bjartur og veitingastaður er á fyrstu hæðinni, þar sem íbúum svæðisins og gestum er boðið upp á heimilismat. Þar er einnig aðstaða fyrir ýmsar uppákomur, veisluhald og skemmtanir. Útgengt er á verönd og þaðan á skjólgott og fallegt útvistarsvæði Nesvalla.

Ýmis heilsutengd þjónusta er í boði á Nesvöllum. Má þar nefna t.d. sjúkraþjálfun, en þaðan er einnig útgengt á útvistarsvæði Nesvalla. Í þjónustumiðstöðinni er snyrtistofa og hárgreiðslustofa.