201 Smári

Nútímaborgarhverfi með snjöllum lausnum

  • 2019-2025


    Sala
    Sala á fyrsta húsi hófst haustið 2019 og áætlað er að sölu verði lokið árið 2025.
  • 2017-2025


    Framkvæmdir
    Framkvæmdir hófust á fyrsta húsi árið 2017 og þeim lauk að mestu í árslok 2024.
  • 2016


    Hönnun
    Markaðsrannsóknir, þarfagreiningar og hönnunarvinna
  • 2015


    Skipulag
675
íbúðir
84.000
fermetrar
30 ma.kr.
heildarfjárfesting

201 Smári er þróunar- og uppbyggingarverkefni á svæði sem áður var óbyggt sunnan við Smáralind í Kópavogi. Byggðir hafa verið um 84.000 fermetrar af íbúðar- og þjónustuhúsnæði, þar af 675 íbúðir auk bílastæða í bílakjöllurum. 201 Smári er hluti af nýju miðsvæði í Kópavogi sem býr yfir þeim kosti að öll þjónusta er í næsta nágrenni, s.s. verslanir, heilsugæsla, afþreying, veitingastaðir, skólar og íþróttaaðstaða, en jafnframt er gott aðgengi að stofnbrautum.

Verkefnið er á lokastigum og síðustu íbúðirnar eru í sölu. Klasi vann að verkefninu í heild sinni, allt frá deiliskipulagsvinnu að sölu íbúða.

Markmiðið með verkefninu var að reisa áhugaverða og fallega byggð sem yrði eftirsóknarverður búsetukostur fyrir alla aldurshópa. Sérstök áhersla var lögð á vistvænar lausnir, gott aðgengi og tengingar við aðliggjandi svæði, fjölbreytt íbúðarform, opna græna garða og aðlaðandi yfirbragð byggðarinnar.

Verkefninu er stýrt af Klasa sem er jafnframt eigandi ásamt fleiri fjárfestum.

Sjá nánar á: http://www.201.is