201 Smári

Nútímaborgarhverfi með snjöllum lausnum

 • 2019-2025


  Sala
  Sala á fyrsta húsi hófst haustið 2019. Síðasta hús er áætlað að fari í sölu árið 2024.
 • 2017-2025


  Framkvæmdir
  Framkvæmdir hefjast á fyrsta húsi árið 2017 og er áætlað á ljúki árið 2023.
 • 2016


  Hönnun
  Markaðsrannsóknir, þarfagreiningar og hönnunarvinna
 • 2015


  Skipulag
675
íbúðir
84.000
fm
30 MILLJARÐAR
heildar fjárfesting

201 SMÁRI er þróunarverkefni á óbyggðu svæði sunnan við Smáralind í Kópavogi. Gert er ráð fyrir að byggja um 84.000 fermetra af íbúðar- og þjónustuhúsnæði, þar af 675 íbúðir auk bílastæða í bílakjöllurum. Verið er að móta nýtt miðsvæði í Kópavogi sem býr yfir þeim kosti að öll þjónusta er í næsta nágrenni, s.s. verslanir, heilsugæsla, afþreying, veitingastaðir, skólar og íþróttaaðstaða, en jafnframt er gott aðgengi að stofnbrautum.

Deiliskipulag liggur fyrir, framkvæmdum er lokið á hluta svæðisins og unnið er að hönnun og uppbyggingu síðari áfanga. Markmiðið með verkefninu er að reisa áhugaverða og fallega byggð sem verður eftirsóknarverður búsetukostur fyrir alla aldurshópa. Sérstök áhersla verður lögð á vistvænar lausnir, gott aðgengi og tengingar við aðliggjandi svæði, opin græn svæði, fjölbreytt íbúðarform og aðlaðandi yfirbragð byggðarinnar.

Verkefninu er stýrt af Klasa sem er jafnframt eigandi ásamt fleiri fjárfestum.

Sjá nánar á: http://www.201.is