Álfheimar 49

Uppbygging allt að 85 íbúða við Borgarlínuás

Álfheimar 49 er verslunar- og þjónustulóð sem liggur meðfram Suðurlandsbraut. Þar er í dag bensínstöð með verslun og veitingastarfsemi. Á lóðinni er lagt upp með að reisa íbúðarhús með allt að 85 íbúðum. Reiknað er með fjórum byggingum sem tengdar verða saman að hluta með lágbyggingum. Á jarðhæð, næst Glæsibæ, kemur til greina að vera með verslun og þjónustu. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi hefur verið lögð inn til skipulagsfulltrúa.

Reiknað er með að byggingarnar ásamt bílakjallara verði samtals 13.280 fermetrar. Bílastæði verði 60 og hjólastæði 166. Gert er ráð fyrir 2-6 hæða byggingum með uppbroti í hæðum og hallandi þökum að hluta. Dvalarsvæði verði á sléttum þökum og jörðu sunnan megin bygginga. Fyrirhuguð borgarlína mun liggja um Suðurlandsbraut og verður því í göngufæri frá nýju húsunum.

Álfheimar 49, bensínstöð.
Álfheimar 49, bensínstöð.
Fyrstu tillögur að formi bygginga við Álfheima
Frumtillögur að formi bygginga við Álfheima. Útlit bygginga mun breytast í hönnunarferli.

 

Uppfært í mars 2025.