Ártúnshöfði – C40
184 íbúða sjálfbær bygging
Við Elliðárvog, þar sem ráðgert er að Borgarlína þveri voginn, hyggst Klasi reisa umhverfisvæna byggingu sem nýtir nýjar lausnir á sviði sjálfbærni og hefur minna kolefnisspor en gengur og gerist.
Deiliskipulag svæðisins var samþykkt í ársbyrjun 2025, á reitnum er heimild fyrir 184 íbúðum og 6.240 fermetrum atvinnuhúsnæðis.
Hús var hannað á lóðina árið 2018, hönnunin var hluti af keppni um lóðina í tengslum við verkefnið Re-Inventing Cities.
Í keppninni mótaði þverfaglegt teymi framtíðarsýn fyrir lóðina með það að meginmarkmiði að þar rísi fyrirmyndarbygging í sjálfbærni. Reykjavíkurborg er þátttakandi í samstarfi yfir 96 borga gegn loftslagsbreytingum og var samkeppnin liður í baráttunni gegn þeim.