Borgarhöfði
Þróun í hásæti höfuðborgar
-
2021-2028
FRAMKVÆMDIRÁætlað er að hönnun og undirbúningur framkvæmda hefjist árið 2022 -
2021
DEILISKIPULAGNýtt deiliskipulag auglýst fyrir svæðið -
2017
SAMSTARFSYFIRLÝSINGKlasi ehf. ásamt Reykjavíkurborg og Heild fasteignafélagi hf. undirrita yfirlýsingu um uppbyggingu á þróunarsvæðinu. -
2006-2020
UNDIRBÚNINGURKlasi hefur unnið að þróun og skipulagi svæðisins frá árinu 2006
Fá svæði á höfuðborgarsvæðinu eru jafn ákjósanleg til umbreytingar og uppbyggingar og Elliðaárvogur við Ártúnshöfða í Reykjavík. Með hliðsjón af framtíðarsýn og markmiðum gildandi svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, þá kemur þróun þessa svæðis til með að hafa mikil almenn áhrif á borgarþróun í nánustu framtíð. Samhliða fjárfestingum á svæðinu hefur Klasi á síðustu árum unnið markvisst að þróunarhugmyndum fyrir Borgarhöfða og eru fjárfestingar félagsins til marks um hve mikla trú það hefur á svæðinu til framtíðar.
Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð 7. júní 2017. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og fulltrúar lóðarhafa, þeir Ingvi Jónasson hjá Klasa og Árni Jónsson hjá Heild, skrifuðu undir á einni af fjölmörgum nýjum byggingarlóðum. Svæðið sem samkomulagið nær til er 273.000 fermetrar og er gert ráð fyrir að þar rúmist 3.000-4.000 nýjar íbúðir. Fyrirsjáanlegt er að Ártúnshöfði verði eitt mesta uppbyggingarsvæðið í Reykjavík á næstu árum. Aðilar að samkomulaginu við borgina eru Heild fasteignafélag hf. fyrir hönd Árlands ehf. og Klasi ehf. fyrir hönd Borgarhöfða ehf.
Vefsíða fyrir þróunarsvæðið er https://borgarhofdi.is/