Garðatorg 6

Verslunar- og íbúðarhúsnæði

 • 2018


  Sala og útleiga
  Allar íbúðir og verslunarrými seld
 • 2016-2017


  Uppbygging
  Framkvæmdir og uppsteypa
 • 2016


  Hönnun
  Hönnunarvinna hefst
3
Verslunarrými
12
íbúðir

Garðatorg 6 var síðasti áfanginn í uppbyggingu á nýjum miðbæ í Garðabæ. Framkvæmdum við verslunar og þjónustuhúsnæði ásamt 12 íbúðum lauk árið 2017. Flestar íbúðirnar eru um 65 m2 en sú stærsta 120 m2 að stærð. Klasi sá um útleigu verslunarrýmis en nú eru þar 3 aðilar með rekstur, verslunin Apríl, Ísbúð Huppu og Flatey Pizza. Mikið var lagt upp úr hönnun byggingarinnar. THG arkitektar sáu um arkitektahönnun, VSB sá um verkfræðihönnun og Landslag sá um hönnun lóðar. Fasteignasalan Torg sá um sölu íbúða.

Með þessari framkvæmd lauk 12 ára þróun miðbæjar Garðabæjar að Garðatorgi sem unnin var í nánu samstarfi við Garðabæ.

Fasteignin var seld árið 2018.