Garðatorg nýr miðbær

Þróun nýs miðbæjar í Garðabæ.

  • 2013-2017


    Íbúðir og verslunarhúsnæði byggt upp.
    Íbúðir og verslunarhúsnæði við Kirkjulund og Garðatorg 2, 4 og 6 er tekið í notkun.
  • 2012
    Deiliskipulag
    Nýtt deiliskipulag er endurskoðað og samþykkt
  • 2008


    Litlatún verslunarmiðstöð opnar
    Fyrsti áfanginn, verslunarkjarninn í Litlatúni 3, opnar.
  • 2006


    Hönnun og deiliskipulag
    Samkeppni um skipulag og hönnun á nýjum miðbæ
126
íbúðir
12
verslunar - og þjónusturými

Árið 2005 vann Klasi hugmyndasamkeppni sem haldin var á vegum Garðabæjar um endurskipulagningu og uppbyggingu á nýjum miðbæ á Garðatorgi.  Gerður var samstarfssamningur milli Klasa og Garðabæjar í kjölfarið og gert deiliskipulag fyrir svæðið frá Hafnarfjarðarvegi upp fyrir Garðatorg.

Fyrsta áfanga þessa verkefnis lauk í júní 2008 með opnun verslunarkjarnans við Litlatún sem meðal annars hýsir verslun Hagkaupa en hún er á mótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar.  Þessi verslunarkjarni hefur reynst afar vinsæll og er vel sóttur af Garðbæingum og nærsveitungum.

Í kjölfar efnahagsáfallsins sem reið yfir árið 2008 voru upphaflegar skipulagshugmyndir teknar til gagngerrar endurskoðunar. Nýtt deiliskipulag var samþykkt 2012 og fljótlega eftir það hófust framkvæmdir við sjálft Garðatorg. Næsta áfanga verkefnisins lauk með byggingu 32 íbúða við Kirkjulund en þar byggði verktakinn Kristjánssynir ehf. tvö fjölbýlishús með sameiginlegri bílageymslu árið 2013.

Byggingu Garðatorgs 4 og 2 lauk árið 2016 en byggingaraðili þar var ÞG Verk. Í Garðatorgi 2-4 eru 82 íbúðir á 4-5 hæðum en á jarðhæðinni eru 8 verslunar- og þjónusturými þar sem starfsemi hófst árið 2016. Þar er fjölbreytt starfsemi, m.a. Mathús Garðabæjar sem notið hefur mikilla vinsælda. Klasi sá um þróun og útleigu verslunar- og þjónusturýma. Undir báðum þessum húsum er einkabílakjallari fyrir íbúa.

Lokaáfangi verkefnisins var bygging Garðatorgs 6, með 12 íbúðum og 3 verslunar- og þjónusturýmum. Byggingu lauk árið 2017 og hófu verslanir starfsemi árið 2018. Þar með jókst enn fjölbreytni þjónustu í miðbæ Garðabæjar.

Samvinna Klasa og Garðabæjar gekk vel frá upphafi gengið vel og er gott dæmi um hvernig einkaaðilar og sveitarfélög geta unnið saman að jákvæðri uppbyggingu, íbúum til hagsbóta.