Lífsgæðakjarni Eirhöfða 2
Hjúkrunarheimili, íbúðir og þjónusta
Klasi hefur í samvinnu við Grundarheimilin og Heima unnið að þróun lífsgæðakjarna að Eirhöfða 2 á Borgarhöfða. Áætlað er að margvísleg heilsutengd þjónusta verði í kjarnanum, þar á meðal 100 rýma hjúkrunarheimili í rekstri Grundarheimilanna og 160 íbúðir fyrir 60+. Stefnt er að opnun líkamsræktarstöðvar sem þjónað getur öllum íbúum Borgarhöfðans. Einnig kemur til greina að koma fyrir annarri heilsutengdri þjónustu í kjarnanum auk þess sem skoðað verður hvort heilsugæslustöð gæti orðið hluti af verkefninu.
Markmiðið er að skapa samfélag fyrir eldri borgara sem ýtir undir hreysti og heilbrigði, styður við félagsleg tengsl og býður upp á aðstæður við hæfi allra íbúa. Staðsetning hússins, rétt við Krossamýrartorg er eins og best verður á kosið m.t.t. samgangna fyrir starfsfólk, íbúa og gesti. Áformin eru háð því að samningar náist við hið opinbera um rekstur hjúkrunarheimilisins.
Uppfært í maí 2025.