Litlatún í Garðabæ

Verslunarmiðstöð í hjarta Garðabæjar

5.300
fermetrar

Árið 2008 lauk Klasi við byggingu verslunarmiðstöðvar í Litlatúni í Garðabæ. Arkitektar byggingarinnar voru THG Arkitektar en einnig tóku Engle Architects þátt í forhönnun verkefnisins. Ístak var aðalverktaki. Í dag er blómlegur verslunarrekstur í Litlatúni en þar er verslun Hagkaupa, Ísbúð Garðabæjar, Apótek Garðabæjar, Yuzu og Pizzan.

Verlunarmiðstöðin er um 5.300 m2 að stærð auk bílastæða og bílastæðapalls. Hönnun byggingar tekur mið af umhverfi sínu og fellur vel að með bogadregnum línum. Á þaki byggingar er úthagatorf og á þeim hliðum er snúa að íbúðabyggð eru m.a. klifurjurtir.