Silfursmári 2

73 ríkulega búnar útsýnisíbúðir

  • 2023
    Sala hefst
  • 2021
    Framkvæmdir
  • 2020
    Hönnun
73
íbúðir

Í Silfursmára 2 eru fjölbreyttar íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum þannig að allir geti fundið íbúð við sitt hæfi og smekk. Íbúðirnar eru ríkulega búnar, loftræstingin vélræn, allar innréttingar vandaðar og með steinplötum, heimilistæki frá Siemens og sérstaklega hugsað fyrir auknu skáparými. Gólfhiti er í efri hluta byggingarinnar.

Húsið er 14 hæðir og verður verslunarrými á fyrstu hæð. Í húsinu eru 73 íbúðir sem eru frá 70 til 193 fermetra en með sameiningu væri hægt að búa til allt að 290 fermetra íbúð, sé þess óskað. Einkabílastæði fylgir flestum íbúðunum.

Flestallar íbúðir njóta góðs útsýnis, en sérlega glæsilegt útsýni er af efri hæðum hússins, bæði fjallasýn og sundin blá.

Sjá nánari upplýsingar á: https://www.201.is/silfursmari-2